Leita í fréttum mbl.is

Varalögreglustjóri, mafía og mansal.

Nú liggur fyrir umsögn varalögreglustjórans í Reykjavík Jóns HB Snorrasonar þar sem Geir Daníelsson veitingamaður á Goldfinger er bendlaður við mansal og tengsl við mafíuna.

Ég veit ekki hvort að fólk almennt átti sig á um hversu alvarlegan glæp varalögreglustjórinn er að bendla veitingamannin við.

Til þess að skýra hugtakið mansal betur má benda á brot úr fróðlegt viðtali við Jóhann R Benidiktsson Sýslumann á Keflavíkurfluvelli úr Fréttablaðinu 7. júní 2005

 " Eðlismunur er á mansali og smygli á fólki á milli landa.

Jóhann segir mikilvægt gera sér grein fyrir muninum, því mansal sé mun harkalegra og skipulagðara brot. "

"Í smyglinu er borgað fyrir aðstoð með eingreiðslu, þar sem smyglarinn sjálfur er vitanlega sá sem græðir mest. Samskiptum þess sem smyglað er og aðstandanda smyglsins lýkur yfirleitt þegar á áfangastað er komið. "

"Í mansalsmálunum er greiðslan greidd á lengri tíma og upphæðin mun hærri. Fjárhæðin er yfirleitt greidd á áfangastað, og innheimt með ýmiss konar nauðungarvinnu, til dæmis vændi. Stærstur hluti launa fórnarlambsins í þessum málum rennur til smyglarans og það gerir sér ekki grein fyrir örlögum sínum fyrr en á áfangastað er komið. Smyglarinn gerir svo fórnarlambið háð stöðu sinni með því að halda því ólöglegu í landinu og þannig er því gert nánast ókleift að leita sér hjálpar. Þetta er því alveg hrikalegur glæpur "

 Skv. íslenskum lögum er sá sekur um mansal sem: “ notfæri sér mann kynferðislega”  eða notað einhvern til “nauðungarvinnu”  eða gerist sekur um að  "nema brott lífæri" 

 Auk þess þarf að vera um að ræða “ólögmæta nauðung..., frelsissviptingu..., hótun... eða ólögmæta blekkingu.” 

227 gr. Almennra hegningalaga fjalla um mansal. Hún hljóðar svo: 

____________________________________________________________________ 

227. gr. a. Hverjum þeim sem gerist sekur um eftirfarandi verknað í þeim tilgangi að notfæra sér mann kynferðislega eða til nauðungarvinnu eða til að nema á brott líffæri hans skal refsa fyrir mansal með allt að 8 ára fangelsi:
   1. Að útvega, flytja, hýsa eða taka við einhverjum sem beittur er eða hefur verið beittur ólögmætri nauðung skv. 225. gr., eða frelsissviptingu skv. 226. gr., eða hótun skv. 233. gr., eða ólögmætum blekkingum með því að vekja, styrkja eða hagnýta sér villu viðkomandi um aðstæður eða annarri ótilhlýðilegri aðferð
  

______________________________________________________________________________ 

 

Það er grafalvarlegt mál að lögreglan  sé að bendla nafngreinda einstaklinga um jafn alvarleg brot og einhverskonar þáttöku í mannsali nema það sé byggt á sönnunum,

 

Nauðsynlegt er að fá botn í þetta mál og síðan refsa hinum seka

 

Eðlilegt er að Lögreglustjóri leggi fram kæru á veitingamannin og láti dómstólar skera úr um hvort ásakanir séu réttmætar eða ekki.

 

Ef að í ljós kemur að ásakanirnar séu ekki byggðar á málefnalegum grunni er eðlilegt að Lögreglustjóraembættinu verði stefnt fyrir dómstóla fyrir rógburð.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Takk fyrir góð skrif. Þennan pistil þyrftu sem flestir að lesa. Þú getur kannski birt hann aftur svona þegar fer að lifna yfir bloggheiminum eftir sumarfrí landans. 

Ég er algjörlega á móti súlustöðum og innflutningi á stúlkum( í flestum tilfellum)  til að stunda þar illa launaða vinnu á meðan innflytjandinn (mansal eða ekki) græðir á tá og fingri á eymd annarra, hvort sem það er stúlknanna eða kaupandans.  

Kveðjur. 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 9.8.2007 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband