Leita í fréttum mbl.is

Ert þú beittur heimilisofbeldi ?

 Skoðunarkönnun fyrir karla í sambúð með konum

Sjá skoðunarkönnun hér til hliða

Á eitthvað af neðantöldu við um maka þinn?

- Óttastu hana undir einhverjum kringumstæðum?

- Er hún uppstökk, skapbráð og/eða fær bræðisköst?

- Verður hún auðveldlega reið undir áhrifum áfengis?

- Reynir hún að koma í veg fyrir að þú farir þangað sem þú vilt fara eða að þú stundir vinnu, skóla eða áhugamál?

- Fylgist hún með þér hvar og hvenær sem er?

- Ásakar hún þig sífellt um að vera sér ótrú?

- Gagnrýnir hún þig, vini þína og/eða fjölskyldu?

- Ásakar hún þig stöðugt - ekkert sem þú gerir er rétt eða nógu vel gert?

- Segir hún að „eitthvað sé að þér”, þú sért jafnvel „geðveikur”?

- Gerir hún lítið úr þér fyrir framan aðra?

- Hefur hún yfirráð yfir fjármálum ykkar og krefst skýringa á hverri krónu?

- Eyðileggur hún persónulegar eigur þínar af ásettu ráði?

- Hrópar/öskrar hún á þig eða börnin?

- Ógnar hún þér með svipbrigðum, hreyfingum eða bendingum?

- Hótar hún að skaða þig, börnin eða aðra þér nákomna?

- Þvingar hún þig til kynlífs?

- Hefur hún ýtt við þér, hrint þér, slegið til þín eða slegið/barið þig eða börnin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég var kvæntur einni í nokkur ár og ég held að ég geti svarað öllum spurningunum játandi þótt ekki sé ég stoltur af því, en ég reyndi...............

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.12.2007 kl. 00:10

2 Smámynd: GeirR

þetta eru spurningar af vef kvennaathvarfs, nema að ég setti karl í stað konu og konu í stað karls.

Ég veit að ofbeldi á heimilum sé ekki eingöngu ofbeldi karla á konum heldur jafnvel í jafnmiklum mæli ofbeldi kvenna á körlum. Munurinn er sá að karlar láta sig hafa það og svo er ekkert karlaatkvarf að hringja í né leita til. Andlegt ofbeldi er sist betra en líkamlegt.  En það þykir víst óþarfi að sinna þeim og þeir eiga að bera harma sína í hljóði

GeirR, 26.12.2007 kl. 02:04

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Sæll Geir.

Þú þyrftir að birta þennan pistil aftur eftir áramót og fá umræður.

Annars......gleðilegt ár!!

Margrét St Hafsteinsdóttir, 28.12.2007 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband