Leita í fréttum mbl.is

Ruglingslegur og jafnvel ranglega rökstuddur dómur héraðsdóms

Ég fjallaði mikið um þetta mál á sínum tíma. Ég var sammála niðurstöðu héraðsdóms en taldi að rökstuðningur dómsins vera einstaklega ruglingslegur og dómurinn jafnvel ranglega rökstuddur. Nú hefur Hæstaréttur vísað málinu aftur til Héraðsdóms og verður fróðlegt að sjá nýja niðurstöðu hans.

Meðfylgjandi er það síðasta sem ég tjáði mig um málið:

"Ég er enn sem fyrr sámmála niðurstöðu dómsins en mér finnst rökstuðningurinn vera einstaklega ruglingslegur og jafnvel ranglega rökstuddur eins of Valgerður og þíð hafið bent á"

 Hér að neðan er afrit af færslunni og linkur í grein Valgerðar:

Ágæt grein Valgerðar B. Eggertsdóttur laganema  um málið.

Það sem mér finnst athyglisverðast í hennar túlkun á dómnum er eftirfarandi (áherslumerkingar eru mínar)

"Dómurinn gefur reyndar ekki upp hvort hann yfir höfuð byggi á frásögn stúlkunnar heldur segir hann aðeins að EF byggt væri á frásögn hennar þá myndi það jafnvel eitt og sér leiða til sýknu"

 Síðan segir hún:

"Þetta hlýtur að vera röng niðurstaða. Það ofbeldi sem ákærði beitti til að þröngva stúlkunni til samræðis er ofbeldi í skilningi 1. mgr. 194. gr. samkvæmt túlkun hæstaréttar og fræðimanna enda beitti hann aflsmunum sínum til að ná fram samræðinu."

Hér er linkur í grein Valgerðar: http://www.vefritid.is/index.php/greinasafn/loglegt-ofbeldi/

Ég er  sammála henni að EF dómurinn hefði eingöngu tekið tillit til framburðar stúlkunnar þá hefði verið  hæpið að sýkna drenginn.

En eins og Valgerður bendir á þá er óljóst "hvort hann yfir höfuð byggi á frásögn stúlkunnar" 

Eins og ég hef sagt áður þá var ég ósáttur við dómin vegna þess að dómurinn virtist eingöngu taka tillit til framburðar stúlkunar. En skv. Valgerði er ekki hægt að skilja dóminn með þeim hætti.

Væntanlega er dómurinn þá byggður bæði á framburði stúlkunar, drengsins og vitna þó að það komi ekki skýrt fram.

Skv. skilningi Valgerðar gæti því verið að dómurinn hafi raunverulega látið drenginn njóta  "vafans og óvissunar um hvað raunverulega gerðist" eins og ég taldi eðlilegt

Ég er enn sem fyrr sámmála niðurstöðu dómsins en mér finnst rökstuðningurinn vera einstaklega ruglingslegur og dómurinn jafnvel ranglega rökstuddur eins of Valgerður og þíð hafið bent á.

 

 


mbl.is Ályktun héraðsdóms stenst ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Já flott skrif hjá þér og ég er þér sammála eins og þú trúlega veist.

Sveinn Andri Sveinsson hrl verjandi unga mannsins benti á að það væri galli á hæstarétti að þeir læsu bara skjölin en engar vitnaleiðslur væru. Það væri oft hægt að styðjast við sekt eða sakleysi eftir framkomu vitna og hátterni.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 22.2.2008 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband