Fimmtudagur, 14. febrúar 2008
Ruglingslegur og jafnvel ranglega rökstuddur dómur héraðsdóms
Meðfylgjandi er það síðasta sem ég tjáði mig um málið:
"Ég er enn sem fyrr sámmála niðurstöðu dómsins en mér finnst rökstuðningurinn vera einstaklega ruglingslegur og jafnvel ranglega rökstuddur eins of Valgerður og þíð hafið bent á"
Hér að neðan er afrit af færslunni og linkur í grein Valgerðar:
Ágæt grein Valgerðar B. Eggertsdóttur laganema um málið.
Það sem mér finnst athyglisverðast í hennar túlkun á dómnum er eftirfarandi (áherslumerkingar eru mínar)
"Dómurinn gefur reyndar ekki upp hvort hann yfir höfuð byggi á frásögn stúlkunnar heldur segir hann aðeins að EF byggt væri á frásögn hennar þá myndi það jafnvel eitt og sér leiða til sýknu"
Síðan segir hún:
"Þetta hlýtur að vera röng niðurstaða. Það ofbeldi sem ákærði beitti til að þröngva stúlkunni til samræðis er ofbeldi í skilningi 1. mgr. 194. gr. samkvæmt túlkun hæstaréttar og fræðimanna enda beitti hann aflsmunum sínum til að ná fram samræðinu."
Hér er linkur í grein Valgerðar: http://www.vefritid.is/index.php/greinasafn/loglegt-ofbeldi/
Ég er sammála henni að EF dómurinn hefði eingöngu tekið tillit til framburðar stúlkunnar þá hefði verið hæpið að sýkna drenginn.
En eins og Valgerður bendir á þá er óljóst "hvort hann yfir höfuð byggi á frásögn stúlkunnar"
Eins og ég hef sagt áður þá var ég ósáttur við dómin vegna þess að dómurinn virtist eingöngu taka tillit til framburðar stúlkunar. En skv. Valgerði er ekki hægt að skilja dóminn með þeim hætti.
Væntanlega er dómurinn þá byggður bæði á framburði stúlkunar, drengsins og vitna þó að það komi ekki skýrt fram.
Skv. skilningi Valgerðar gæti því verið að dómurinn hafi raunverulega látið drenginn njóta "vafans og óvissunar um hvað raunverulega gerðist" eins og ég taldi eðlilegt
Ég er enn sem fyrr sámmála niðurstöðu dómsins en mér finnst rökstuðningurinn vera einstaklega ruglingslegur og dómurinn jafnvel ranglega rökstuddur eins of Valgerður og þíð hafið bent á.
Ályktun héraðsdóms stenst ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 22. desember 2007
Ert þú beittur heimilisofbeldi ?
Skoðunarkönnun fyrir karla í sambúð með konum
Sjá skoðunarkönnun hér til hliða
Á eitthvað af neðantöldu við um maka þinn?
- Óttastu hana undir einhverjum kringumstæðum?
- Er hún uppstökk, skapbráð og/eða fær bræðisköst?
- Verður hún auðveldlega reið undir áhrifum áfengis?
- Reynir hún að koma í veg fyrir að þú farir þangað sem þú vilt fara eða að þú stundir vinnu, skóla eða áhugamál?
- Fylgist hún með þér hvar og hvenær sem er?
- Ásakar hún þig sífellt um að vera sér ótrú?
- Gagnrýnir hún þig, vini þína og/eða fjölskyldu?
- Ásakar hún þig stöðugt - ekkert sem þú gerir er rétt eða nógu vel gert?
- Segir hún að eitthvað sé að þér, þú sért jafnvel geðveikur?
- Gerir hún lítið úr þér fyrir framan aðra?
- Hefur hún yfirráð yfir fjármálum ykkar og krefst skýringa á hverri krónu?
- Eyðileggur hún persónulegar eigur þínar af ásettu ráði?
- Hrópar/öskrar hún á þig eða börnin?
- Ógnar hún þér með svipbrigðum, hreyfingum eða bendingum?
- Hótar hún að skaða þig, börnin eða aðra þér nákomna?
- Þvingar hún þig til kynlífs?
- Hefur hún ýtt við þér, hrint þér, slegið til þín eða slegið/barið þig eða börnin?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 18. desember 2007
Skipbrot sænsku vændis-laganna
Skýrsla félagsmálayfirvalda (Socialstyrelsen) í Svíþjóð er nýkominn út og hefur vakið mikla athygli bæði í Svíþjóð og víðar um heiminn.
Skýrslan nefnist "Kännedom om prostitution 2007"
Meginniðurstöður skýrslunnar eru að ekki sé hægt að sjá beint samband á milli sænsku vændislögjafarinnar og breytinga á umfangi vændis. Ekki sé hægt að finna því stað að vændi hafi minnkað í Svíþjóð með tilkomu þessarar löggjafar Götuvændið minnkaði eftir að að lögin voru sett en hefur nú vaxið á ný.
Áhrifin virðast aðallega hafa verið að vændið hefur flust í einhverjum mæli af götunni og undir yfirborðið og út á internetið.
Það sem er athyglisvert við skýrsluna er að hún virðist vera unnin á nokkuð vísindalegan hátt og í henni hafa skýrsluhöfundar ómakað sig við að tala við þá sem vinna í starfsgreininni og hlutstað á þeirra sjónamið.
Öll umræðan í Svíþjóð hefur verið á forsendum róttækra femínista sem neita að viðurkenna að fólk geti boðið kynlífsþjónustu til kaups að frjálsum og fúsum vilja. Femínistarnir telja sig vita betur en það fólk sem vinnur í atvinnugreininni og telja allt kynlíf gegn greiðslu sé ávallt ofbeldi karla gegn konum.
Skýrslan afhjúpar að vændisumræðan hefur verið á rangri braut með því að einblína á að kaupandinn sé ávalt karlmaður og seljandinn kona.
Því fer víðs fjarri. Höfundar skýrslunnar kortleggja vændi á internetinu í Svíþjóð. Niðurstaðan er að í hópnum sem þau könnuðu á internetinu eru 247 konur sem stunda vændi og 57 karlar. Þ.e. 1/5 af hópnum sem starfar við vændi eru karlar. Staðalímyndir róttækra femínista um vændi standast auðvitað ekki skoðun.
Skv skýrslunni (í lauslegri þýðingu) er þetta ansi fjölbreyttur hópur sem býður fram þjónustu sína:
Á þeim yfir 300 heimasíðum sem skoðaðar voru má greina þann markhóp sem þjónustunni er beint að.: Niðurstaðan er eftirfarandi
- Meirihlutinn beinir markaðssetningunni að körlum
- U.þ.b. 20 konur bjóða þjónustu sína til kvenna og karla.
- U.þ.b.15 konur bjóða eingöngu konum þjónustu..
- Um 10 konur bjóða þjónustu sína til bæði karla og para.
- Nokkrar konur bjóða þjónustu sína til para og annarra kvenna. .
- Um 10 pör bjóða þjónustu sína bæði körlum, konum og pörum.
- Um 10 karlar eru transsexual og stendur þjónusta þeirra eingöngu körlum til boða.
- Rúmlega 25 karlar bjóða þjónustu sína eingöngu til annarra karla,
- 10 karlar bjóða þjónustu sína konum, körlum og pörum. "
Þessa staðreyndir um fjölbreytileika mannlífs og kynlífs reyna rótækir femínistar alltaf að sniðganga þar sem það er í mótsögn við skilgreiningu þeirra að "vændi sé ofbeldi karla gegn konum".
Ef menn vilja skoða þessi mál af fordómaleysi verða þeir að velja heimildir sínar kostgæfni.
Svíar eru margir mjög stoltir af sinni "sænsku leið" og telja hana vera útflutningsvöru. Margt sem sagt hefur verið um þessa leið hefur ekki verið byggt á staðreyndum né byggt á vísindalegum grunni.
Auk þess ber að varast þær "rannsóknir" sem femínistasamtök og önnur áróðurs og hagsmunasamtök hafa látið gera, þar sem þær eru yfirleitt gerðar í áróðurskyni og niðurstöðurnar oft óvísandalegar og því ekki marktækar.
Með þessari óháðu vísindalegu skýrslu er mýtan um gagnsemi hinnar sænsku leiðar fallin.
Vonandi fara menn og konur að átta sig á að einfaldar patentlausnir virka ekki til að stjórna hegðun fólk. Vonandi fær mannlífið í sínum óteljandi litbrigðum að blómstra án afskipta yfirvalda, bókstafstrúrarmanna og femínista sem vilja hafa vit fyrir fólki með góðu eða illu
Hjálpum þeim sem eru hjálpar þurfi. En leyfum þeim sem ekki þurfa, né vilja hjálp, að lifa sínu lífi í friði fyrir hræsnurum.
Nokkrir linkar:
"We know and they believe": Samtök starfsmanna í kynlífsþjónustu í Svíþjóð
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 4. ágúst 2007
Varalögreglustjóri, mafía og mansal.
Nú liggur fyrir umsögn varalögreglustjórans í Reykjavík Jóns HB Snorrasonar þar sem Geir Daníelsson veitingamaður á Goldfinger er bendlaður við mansal og tengsl við mafíuna.
Ég veit ekki hvort að fólk almennt átti sig á um hversu alvarlegan glæp varalögreglustjórinn er að bendla veitingamannin við.
Til þess að skýra hugtakið mansal betur má benda á brot úr fróðlegt viðtali við Jóhann R Benidiktsson Sýslumann á Keflavíkurfluvelli úr Fréttablaðinu 7. júní 2005
" Eðlismunur er á mansali og smygli á fólki á milli landa.
Jóhann segir mikilvægt gera sér grein fyrir muninum, því mansal sé mun harkalegra og skipulagðara brot. "
"Í smyglinu er borgað fyrir aðstoð með eingreiðslu, þar sem smyglarinn sjálfur er vitanlega sá sem græðir mest. Samskiptum þess sem smyglað er og aðstandanda smyglsins lýkur yfirleitt þegar á áfangastað er komið. "
"Í mansalsmálunum er greiðslan greidd á lengri tíma og upphæðin mun hærri. Fjárhæðin er yfirleitt greidd á áfangastað, og innheimt með ýmiss konar nauðungarvinnu, til dæmis vændi. Stærstur hluti launa fórnarlambsins í þessum málum rennur til smyglarans og það gerir sér ekki grein fyrir örlögum sínum fyrr en á áfangastað er komið. Smyglarinn gerir svo fórnarlambið háð stöðu sinni með því að halda því ólöglegu í landinu og þannig er því gert nánast ókleift að leita sér hjálpar. Þetta er því alveg hrikalegur glæpur "
Skv. íslenskum lögum er sá sekur um mansal sem: notfæri sér mann kynferðislega eða notað einhvern til nauðungarvinnu eða gerist sekur um að "nema brott lífæri"
Auk þess þarf að vera um að ræða ólögmæta nauðung..., frelsissviptingu..., hótun... eða ólögmæta blekkingu.
227 gr. Almennra hegningalaga fjalla um mansal. Hún hljóðar svo:
____________________________________________________________________
227. gr. a. Hverjum þeim sem gerist sekur um eftirfarandi verknað í þeim tilgangi að notfæra sér mann kynferðislega eða til nauðungarvinnu eða til að nema á brott líffæri hans skal refsa fyrir mansal með allt að 8 ára fangelsi:
1. Að útvega, flytja, hýsa eða taka við einhverjum sem beittur er eða hefur verið beittur ólögmætri nauðung skv. 225. gr., eða frelsissviptingu skv. 226. gr., eða hótun skv. 233. gr., eða ólögmætum blekkingum með því að vekja, styrkja eða hagnýta sér villu viðkomandi um aðstæður eða annarri ótilhlýðilegri aðferð
______________________________________________________________________________
Það er grafalvarlegt mál að lögreglan sé að bendla nafngreinda einstaklinga um jafn alvarleg brot og einhverskonar þáttöku í mannsali nema það sé byggt á sönnunum,
Nauðsynlegt er að fá botn í þetta mál og síðan refsa hinum seka
Eðlilegt er að Lögreglustjóri leggi fram kæru á veitingamannin og láti dómstólar skera úr um hvort ásakanir séu réttmætar eða ekki.
Ef að í ljós kemur að ásakanirnar séu ekki byggðar á málefnalegum grunni er eðlilegt að Lögreglustjóraembættinu verði stefnt fyrir dómstóla fyrir rógburð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 31. júlí 2007
Áfengi og önnur fíkniefni
Skv. grein í læknablaðinu Lancet er áfengi í fimmta sæti yfir skaðlegustu fíkniefni á breska markaðnum. Ef menn vilja slaka á hömlum sem eru á fíkniefninu áfengi þá er eðlilegt að samhliða sé skoðuð löggjöf um önnur fíkniefni. Það getur ekki verið eðlilegt að alþingismenn séu að slaka á klónum varðandi sitt uppáhalds fíkniefni en herði svo jafnframt á klónum varðandi þau fíkniefni sem vísindamenn telja vera skaðminni svo sem Kannabisefni og E-töflur.
Ég vil samt vara menn túlka greinina þannig að kannabisefni og E-töflur séu ekki skaðleg, því fer fjarri. Eingöngu er verið að vekja athygli á að áfengi og tóbak eru mjög hættuleg fíkniefni sem erfitt er að losna undan ef menn ánetjast þeim.
Það á líka við öll önnur efni í listanum að þau eru öll mjög hættuleg fyrir fólk sem er veikt fyrir .
Fíkn getur bæði verið áunnin eða meðfædd. Sumir einstaklingar fá óstjórnlega fíkn við við fyrstu inntöku hvort um sé að ræða LSD, áfengi, tóbak ,e-töflur eða annað sem talið er upp í þessum lista.
Ég er hef ekki töfralausnir á fíknefnavandanum en tel það vera tvískinnungur að vera stöðugt að auka refsingar á sölumönnum sumra tegunda fíkniefna á meðan ríkið sem er stærsti fíkniefnasalinn er er undanþegin refsingum. Menn mega ekki gleyma því að á bannárunum þá voru fangelsin full af vínsölumönnum og bruggurum en nú eru þau full af eiturlyfjasölum. Mér finnst sorglegt að menn telji að hægt sé að leysa félagsleg vandamál með hörðum refsingum og er talsmaður þess að aðrar leiðir séu notaðar. Þar skipta forvarnir og takmörkun á aðgengi miklu máli. Þetta á við öll fíkniefni og upphaldsfíkniefni alþingismanna eiga ekki að vera undanskilin. Það fullmikil hræsni og poppulismi fyrir minn smekk
Röðun fíkniefna eftir skaðsemi sbr. grein í læknablaðinu Lancet
1 Heroin
2 Cocaine
3 Barbiturates
4 Street methadone
5 Alcohol
6 Ketamine
7 Benzodiazepines
8 Amphetamine
9 Tobacco
10 Buprenorphine
11 Cannabis
12 Solvents
13 4-MTA
14 LSD
15 Methylphenidate
16 Anabolic steroids
17 GHB
18 Ecstasy
19 Alkyl nitrites
20 Khat
Dæmi um afleiðingar eiturlyfja:
Meth= Crack= Tina = Jaba=Methamphetamine =methylamphetamine=Crystal meth
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 28. júlí 2007
Frábært, bjargaði deginum !
Meðfylgjandi er linkur á frétt um málið hjá BBC
http://news.bbc.co.uk/2/hi/asia-pacific/6917318.stm
Hér er linkur á síðuna hjá Byron Garcia sem er upphafmaðurinn af þessari dansþerapiu
http://www.youtube.com/user/byronfgarcia
Áhugavert að lögin sem hann notar eru ekki beint "macho" heldur lög frá Queen, Michael Jackson og fleiri góðum
Filippseyskir fangar vekja lukku á YouTube | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 14. júlí 2007
Á að breyta lögum og þá hvernig ?
Er búin að lesa dóminn margoft enda finnst mér hann dálítið ruglingslegur. En hér kemur kjarni hans eins og ég skil hann núna:
Í dómsorðum segir:
"Ef byggt er á frásögn X af því sem gerðist eftir orðaskipti þeirra inni á snyrtingunni lítur dómurinn svo á, að það að ákærði ýtti X inn í klefann, læsti klefanum innan frá, dró niður um hana, ýtti henni niður á salernið og síðan niður á gólf, geti, hlutrænt séð, ekki talist ofbeldi í skilningi 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga, eins og það hugtak hefur verið skýrt í refsirétti og í langri dómaframkvæmd. Nægir þetta eitt til þess að ákærði verði sýknaður af ákærunni"
1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga hljóðar svo:
194. gr. [Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.
Sem sagt, þó að við göngum svo langt að hafna frásögn drengsins algjörlega (sem mér persónulega finnst hæpið, en það er annað mál) og trúum eingöngu stúlkunni, þá getur sá verknaður sem hún lýsir, ekki talist vera ofbeldi í skilningi 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga. Það eitt og sér leiði til sýknu. Þarna er lykilatriðið í dómnun, túlkun á hugtakinu ofbeldi ".Hver sá sem hefur.....kynferðismök með því að beita ofbeldi ....gerist sekur um nauðgun"
Auk þess segir í dómnum:
"Þegar allt þetta er haft í huga álítur dómurinn að ákærða hafi ekki hlotið að vera það ljóst að samræðið og kynferðismökin væru að óvilja X."
Dómurinn telur að þrátt fyrir að hann velji að taka eingöngu tillit til frásagnar stúlkunar þá sé ekki hægt að lesa út úr frásögn hennar að hún hefði gefið drengnum til kynna óvilja sinn með þeim hætti að honum hefði mátt vera hann ljós.
Hvað er hægt að læra af þessum dómi ?
Ég les eftirfarandi sem kjarna dómsins:
1) Þeir sem vilja ekki hafa mök og eru með meðvitund, verða að láta óvilja sinn ótvírætt í ljós. ?
2) Það að ýta einhverjum inn í klefa, læsa klefa innan frá, draga niður um hann fötin, ýta honum niður á salerni og síðar niður á gólf, geti ekki talist ofbeldi í skilningi laga. ?
Ef að eitthvað gagnlegt á að koma út úr þessum umræðum á blogginu þá ætti það væntanlega að snúast um hvort og þá hvernig eigi að breyta lögunum.
Menn verða þó að hafa í huga 70. grein stjórnarskrárinnar um menn skuli teljast saklausir þar til sekt þeirra sannast. Ekki gengur að breyta lögum þannig að þau stangist á við Stjórnarskrá.
Ef menn eru ekki sammála 70 grein Stjórnarskrár þá þarf að breyta henni. Hvernig á hún þá að hljóða ?
Hvað segið þið ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.7.2007 kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 10. júlí 2007
Rödd minnihlutans
Ég hef haldið áfram að kynna mér Hótel Sögu málið. Ég verð að viðurkenna að mér skjátlaðist í fyrstu greininni þar sem ég hafði lesið á einum stað að drengurinn væri 19 og á öðrum að hann væri 20 ára.
Við lestur á minnihlutaatkvæði Jóns Steinars Gunnlaugssonar (JSG) Hæstaréttardómara kemur fram að drengurinn er aðeins 18 ára.
Auk þess sé ég líka að hann gefur sér þá sömu forsendum og ég að fyrst að saksóknari nefndi ekki sakaskrá drengsins þá væri hún HREIN. Það hentaði ekki málatilbúnaði saksóknara að hinn meinti raðnauðgari væri með hreina sakaskrá. Ég vænti þess að þetta verði upplýst í skaðabótamáli sem drengurinn hlýtur að höfða gegn íslenska ríkinu.
Meðfylgjandi er eitt af þremur minnihlutaálitum JSG . Eina hæstaréttardómaranum sem hélt haus í málinu. Sjá dóm nr. 255/2007
__________________________________________________________________________________
Sératkvæði
Jóns Steinars Gunnlaugssonar
Sóknaraðili byggir kröfu sína eingöngu á 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, þar sem kveðið er á um að úrskurða megi mann í gæsluvarðhald ef sterkur grunur sé um að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Samkvæmt fordæmum Hæstaréttar eru ströng skilyrði fyrir því að sakborningar verði látnir sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli þessa lagaákvæðis. Styðst það meðal annars við túlkun Mannréttindadómstóls Evrópu á 3. mgr. 5. gr. samnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sbr. lög nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu. Hefur dómstóllinn talið það vera skilyrði fyrir gæsluvarðhaldi af þessum toga að löggæsluyfirvöld sýni fram á að það muni valda röskun á almannafriði ef sakborningi yrði sleppt. Að þessu er vikið í sératkvæði mínu í máli sóknaraðila gegn varnaraðila nr. 178/2007, sem dæmt var 30. mars 2007.
Varnaraðili er 18 ára gamall. Engar upplýsingar liggja fyrir í málinu um að hann eigi sakarferil að baki. Til stuðnings kröfu sinni hefur sóknaraðili nefnt að öðrum konum en kæranda kunni að vera hætta búin gangi varnaraðili laus. Þetta er röksemd sem varðar ekki þá lagaheimild sem krafan byggist á og hefur því ekki þýðingu við úrlausn málsins. Að auki hefur henni ekki verið fundinn staður í málsgögnum. Sóknaraðili hefur ekki fært fram önnur marktæk rök fyrir því að skilyrði séu til áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir varnaraðila með tilliti til almannahagsmuna. Rannsókn á geðhögum hans, sálfræðirannsókn á ætluðum brotaþola og bótakrafa hennar hefur ekki þýðingu í því sambandi.
Samkvæmt þessu tel ég ekki nein efni til að verða við kröfu sóknaraðila og beri því að fella hinn kærða úrskurð úr gildi.
______________________________________________________________________________
Auk þess vil ég benda á nýja grein á síðu dómstólaráðs en hún er svohljóðandi:
Sýknudómar í kynferðisbrotamálum.
Nokkuð hefur borið á misskilningi í umfjöllun í netheimum þegar kemur að umfjöllun um sýknudóma í kynferðisbrotamálum. Nýlega hafa fallið tveir héraðsdómar þar sem um var að ræða unglinga sem bæði meinta gerendur og þolendur brotanna. Ekki tókst að sanna í þessum tilvikum að ákærðu væru sekir um nauðgun eins og henni er lýst í almennum hegningarlögum, en ákært var fyrir brot gegn 194., 195., og 196. gr. almennra hegningarlaga í þessum málum.
Með því að ákærðu voru sýknaðir af nauðgun í þessum málum er fjarri því að verið sé að gefa til kynna að slík háttsemi sem lýst er í þessum málum sé góð og gild, það eina sem niðurstaðan segir til um er að ekki hafi tekist í þessum tilvikum að sanna að brotið hafi verið gegn tilteknum ákvæðum laga.
Allt annað mál er svo hvaða skoðun menn hafa á því athæfi sem lýst er í þessum dómsmálum en alveg ljóst að það er ekki hlutverk dómstólanna eða einstakra dómara að tjá skoðun sína á því.
_________________________________________________________________________
Meðfylgjandi er listi sem ég tók yfir sögu málsins og yfir dóma sem hafa fallið. Allt þetta efni er á Internetinu fyrir þá sem vilja kynna sér málið
Gangur Hótel sögu málsins
1) 17. mars Atburður verður
2) 18. mars Vitni B vinur X(meints geranda). yfirheyrður Upplýsir lögreglu um meintan geranda X
3) 18. mars Meintur gerandi X handtekinn
4) 19. mars X dæmdur í Héraðsdómi í gæsluvarðhald til 28 mars í ljós rannsóknarhagsmuna
5) 23. mars Hæstiréttur staðfestir úrskurð Héraðsdóms (JSG ekki dómari í þessu máli) Dómur nr 168/2007
6) 28. mars Framlenging gæsluvarðhalds til 9. maí nú vegna almannahagsmuna
7) 30. mars Hæstiréttur staðfestir úrskurð Héraðsdóms, JSG sératkvæði Dómur nr. 178/2007
8) 9. maí Héraðsdómur Gæsluvarðhald framlengdur til 20 júní
9) 11. maí Hæstiréttur staðfestir úrskurð Héraðsdóms JSG sératkvæði Dómur nr. 255/2007
10) 20. júní Héraðsdómur Framlenging gæsluvarðhalds eigi lengur en til 1. ágúst
11) 22. júní Hæstiréttur staðfestir úrskurð Héraðsdóms, JSG sératkvæði Dómur nr 328/2007
12) 5. júlí Dómur Héraðsdóms Ákærði sýknaðurAð mínu mati hafa bæði lögregla, dómstólar og fjölmiðlar algjörlega brugðist skyldu sinni í þessu máli. Um það mun ég fjalla síðar. Ég hvet fólk til að kynna sér málið áður en það fellir sína dóma.
Auk þess krefst ég þess að yfirvöld veita þessum unga dreng NÚ ÞEGAR þá áfallahjálp sem hann þarf á að halda eftir að hafa verið látin dúsa saklaus inn á Litla Hrauni innan um harðsvíraða glæpamenn í 4 mánuði Ungir 18 ára ungir drengir geta upplifað ótrúlegustu hrottaverk inn á slíkum stöðum.
Læt þetta nægja að sinni
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.7.2007 kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 8. júlí 2007
Atli og aðrir öfgafemínistar** - ekki meira blóð !
Dæmum ekki saklausa
Ég bið alla sem taka þátt í umræðuni um hina meintu nauðgun á Hótel Sögu að reyna að stilla sig í umræðunni. Hér er um gríðlega sorglegan atburð að ræða sem varðar tvö fórnarlömb sem eiga örugglega í töluðum orðum mjög bágt. Drengurinn er aðeins 19-20 ára gamall (leiðrétt: 18 ára) og er búin að sitja í gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni í 4 mánuði. Því miður þá stóðst Héraðsdómur og meirihluti Hæstaréttur ekki þrýsting saksóknara, fjölmiðla og öfgafemínista**, og brugðust í málinu og dæmdu ítekað framlengingu á gæsluvarðhaldinu. Þó ber að geta þess að einn Hæstaréttardómari sá í gegnum málatilbúnaðinn og skilaði sératkvæði.
Við munum aldrei vita allan sannleika þessa máls. Hér er um að ræða mál þar sem orð stendur gegn orði og ómögulegt að skera úr um hver segir satt og hver ósatt. Meðan svo er, er ekki hægt refsa aðilum, hvorki fyrir nauðgun né rangar sakagiftir. Við getum haft skoðun á málinu og getið okkur til um hvað hafi raunverulega gerst en skynsamt fólk hlytur að sjá að ekki er hægt að dæma fólk á þeim grunni. Dómar verða að byggjast á lögum og á grundvell sannana en ekki ágiskunum.Ýmsir virðast ekki skylja að dómurinn er ekki að segja til um hvort að nauðgun hafi átt sér stað eða ekki, heldur að ÓSANNAÐ sé að hún hafi átt sér stað. Látum ekki óheiðarlega og prinsipplausa lögfræðinga telja okkur trú um annað.
Fram hefur komið að stúlkan fær aðstoð frá Kvennathvarfi og vonandi hjálpar það henni í gegnum þá erfileika sem þetta mál hefur hefur án efa valdið henni Þó hefði verið eðlilegra að hún fengi aðstoð frá fagfólki í heilbrigðiskerfinu heldur en hjá pólitísku áhugamannafélagi út í bæ. En þetta er eflaust betra en ekkert.
Drengurinn aftur á móti nýtur engrar samúðar hjá þessu fólki og lítils stuðnings kerfisins. Fram kom í réttarhöldunum að honum liði mjög ílla er þunglyndur hefur íhugað að fremja sjálfsmorð í framhaldi af meðferðinni sem hann hefur hlotið í réttarríkinu Íslandi. Skv. réttlætiskenningum öfgafemínista telst hann sekur þar til hann getur sannað annað.
Ég skora á stjórnvöld að báðum aðilum verði tryggð sú andlega og félagslegu aðstoð þau þurfa á að halda. Nóg hafa þau þurft að þola
Árásir málsmetandi fólks á saklausan dreng
Að þessu sögðu get ég ekki orða bundist hvernig ráðist hefur verið á þennan unga dreng bæði af fjölmiðlum, bloggurn, öfgafemínistum lögmönnum, saksóknurum, og alþingismönnum. Nú er þegar búið að fremja mannorðsmorð á drengnum en það er ekki nóg fyrir þetta lið, nú kallar það á dómsmorð í ofanálag.
Rangar frásagnir lögreglu og fjölmiðla
Fyrst eftir að málið kom upp fullyrða fjölmiðlar að maður hafi farið inn á almenningssalerni Hótel Sögu og ráðist þar á konu og nauðgað henni. Árásin hafi verið tilefnislaus og ekki átt sér neinn aðdraganda. Tilviljun ein hafi ráðið á hvern var ráðist og hætta væri á að þessi maður myndi endurtaka glæpinn gagnvart öðrum konum Við skoðun á dómum Héraðsdóms og Hæstaréttar kemur glöggt fram að uppspretta þessarar ýktu myndar af stórhættulegum raðnauðgara er frá lögregluni kominn.
Lögregla blekkir dómstólana
Fyrir dómstólunum dró, saksóknari (Jón HB Snorrason o.fl) þá mynd af þessu 18 ára dreng (með hreint sakavottorð) að nauðsynlegt væri að hneppa hann í gæsluvarðhald fyrst í ljósi rannsóknarhagsmuna þar sem hætta væri á að annars myndi hann spilla rannsókn og síðan lagði hann í þrígang bæði fyrir Héraðsdóm og Hæstarétt kröfu um framlengingu á gæsluvarðhaldi vegna almannahagsmuna.
Í kröfunni kemur fram: Fram er kominn sterkur grunur um að varnaraðili hafi framið gróft brot gegn 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en tilviljun ein virðist hafa ráðið því hver fyrir þessu varð Auk þess er fullyrt án nokkurs rökstuðnings að: öðrum konum kunni að vera hætta búin gangi kærði laus
Málið er búið að fara fimmgang í gegnum Héraðsdóm Reykjavíkur og í fjórgang fyrir Hæstarétt. Það er í fjórgang búið að dæma hann í Héraðsdómi og Hæstarétti í gæsluvarðahald á grundvelli þess að Saksóknari hefur með orökstuddum fullyrðingum haldið fram að drengurinn væri hættulegur almenningi og að almannahagsmunir krefðust þess hann væri fangelsaður meðan á rekstri málsins stæði.
Hvað gerðist raunverulega
Í nýgengnum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að þessi frásögn fjölmiðla og ríkissaksóknara er í meginatriðum röng. Atvikið var ekki fyrivaralaust eins og fullyrt var heldur áttu aðilar í samskiptum bæði fyrir og eftir atvikið og hafði því málið bæði aðdraganda og eftirmála. Því var líka haldið fram af fjölmiðlum að drengurinn hafi framið nauðgun fyrivaralaust og síðan flúið af vettvangi. Þetta er heldur ekki rétt, þar sem hann yfirgaf ekki hótelið fyrr en hann hafði rætt við stúlkuna og eftir að á hann var ráðist í framhaldi af ásökunum um að hann hefði nauðgað stúlkunni. Að þessu er vitni og um þetta er ekki deilt.
Dómstóll götunar heimtar blóð
Nú hefur dómstóll götunnar hafið upp raust sýna. Í dómstól götunar eru ekki eingöngu hefnigjarn almúginn heldur telja áhrifamenn svo sem leiðarahöfundur, lagaprófessor, alþingismaður og lögmaður, sig þess umkomna að ráðast á þennan 18 ára dreng og kalla hann nauðgara þrátt fyrir að hann hafi verið sýknaður af Héraðsdómi Reykjavíkur.
Sorglegast er að fylgjast með máflutningi alþingis- og lögmannsins Atli Gíslasonar sem hefur ásamt skoðanasystrum sínum í hópi öfgafemínista ráðist á drenginn bæði í fjölmiðlum og á netinu og hika ekki við að kalla hann nauðgara. Þau nota þetta sorglega mál til þessa skora einhverjar keilur í pólitískum skollaleik.
Heimsmynd og áróður öfgafemínista
Kenningar þessa hóps er að allt þjóðfélagið sé karlægt og þ.m.t. dómskerfið og dragi taum karla á kostnað kvenna. Þau nota síðan þetta mál og önnur til að réttlæta þessa trúarsetningar sínar. Sí endurtekin er mantran um konuna sem fórnarlamb feðraveldisins og að karlar beri ábyrgð á kynjamisréttinu í þjóðfélaginu. Karlar séu kúgarar sem kerfisbundið níðist á konum bæði leynt og ljóst.
Því miður er nánast vonlaus að rökræða við þetta fólk, nánast eins vonlaust eins og að ræða trúmál við frelsaðan sértrúarmann eða pótitík við staðfastan Stalínista. Þau hafa fundið sinn sannleika í kenningum öfgafeminísta og síðan reyna þau að troða raunveruleikanum inn í þennan kenningarheim.
Þeir sem samþykkja ekki þeirra kenningar eru sagðir ganga erinda kvennhatara, barnaníðinga og nauðgara. Er nema von að sumir dómarar, lögmenn og leiðarahöfundar hræðist að styggja þetta þetta lið
Stöndum vörð um mannréttindi og réttarríkið
Ég hvet alla frjálshuga menn og konur að standa saman gegn hugmyndnum öfgafemínista og annara pólitískra réttrúnaðarsamtaka sem halda að þjóðfélagið verði bætt með niðurlagningu réttaríkisns ,skerðingu mannréttinda og hertum refsingum.
**Skýring: Öfgafemínismi= sú tegund femínisma sem talsmenn Femínistafélags Íslands boða.
Nánari útlistun á öfgasinnum
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.7.2007 kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eldri færslur
Færsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Kynlífsiðnaðurinn
- Sex work and Sexual Exploitation in the European Union
- The International Union of Sex Workers
- Backlash Bresk síða
Frjálslyndir Femínistar
- ifeminists.net
- FEMINISTS AGAINST CENSORSHIP Málfrelsis femínistar
Öfga femínizmi og kynjahatur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar