Þriðjudagur, 10. júlí 2007
Rödd minnihlutans
Ég hef haldið áfram að kynna mér Hótel Sögu málið. Ég verð að viðurkenna að mér skjátlaðist í fyrstu greininni þar sem ég hafði lesið á einum stað að drengurinn væri 19 og á öðrum að hann væri 20 ára.
Við lestur á minnihlutaatkvæði Jóns Steinars Gunnlaugssonar (JSG) Hæstaréttardómara kemur fram að drengurinn er aðeins 18 ára.
Auk þess sé ég líka að hann gefur sér þá sömu forsendum og ég að fyrst að saksóknari nefndi ekki sakaskrá drengsins þá væri hún HREIN. Það hentaði ekki málatilbúnaði saksóknara að hinn meinti raðnauðgari væri með hreina sakaskrá. Ég vænti þess að þetta verði upplýst í skaðabótamáli sem drengurinn hlýtur að höfða gegn íslenska ríkinu.
Meðfylgjandi er eitt af þremur minnihlutaálitum JSG . Eina hæstaréttardómaranum sem hélt haus í málinu. Sjá dóm nr. 255/2007
__________________________________________________________________________________
Sératkvæði
Jóns Steinars Gunnlaugssonar
Sóknaraðili byggir kröfu sína eingöngu á 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, þar sem kveðið er á um að úrskurða megi mann í gæsluvarðhald ef sterkur grunur sé um að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Samkvæmt fordæmum Hæstaréttar eru ströng skilyrði fyrir því að sakborningar verði látnir sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli þessa lagaákvæðis. Styðst það meðal annars við túlkun Mannréttindadómstóls Evrópu á 3. mgr. 5. gr. samnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sbr. lög nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu. Hefur dómstóllinn talið það vera skilyrði fyrir gæsluvarðhaldi af þessum toga að löggæsluyfirvöld sýni fram á að það muni valda röskun á almannafriði ef sakborningi yrði sleppt. Að þessu er vikið í sératkvæði mínu í máli sóknaraðila gegn varnaraðila nr. 178/2007, sem dæmt var 30. mars 2007.
Varnaraðili er 18 ára gamall. Engar upplýsingar liggja fyrir í málinu um að hann eigi sakarferil að baki. Til stuðnings kröfu sinni hefur sóknaraðili nefnt að öðrum konum en kæranda kunni að vera hætta búin gangi varnaraðili laus. Þetta er röksemd sem varðar ekki þá lagaheimild sem krafan byggist á og hefur því ekki þýðingu við úrlausn málsins. Að auki hefur henni ekki verið fundinn staður í málsgögnum. Sóknaraðili hefur ekki fært fram önnur marktæk rök fyrir því að skilyrði séu til áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir varnaraðila með tilliti til almannahagsmuna. Rannsókn á geðhögum hans, sálfræðirannsókn á ætluðum brotaþola og bótakrafa hennar hefur ekki þýðingu í því sambandi.
Samkvæmt þessu tel ég ekki nein efni til að verða við kröfu sóknaraðila og beri því að fella hinn kærða úrskurð úr gildi.
______________________________________________________________________________
Auk þess vil ég benda á nýja grein á síðu dómstólaráðs en hún er svohljóðandi:
Sýknudómar í kynferðisbrotamálum.
Nokkuð hefur borið á misskilningi í umfjöllun í netheimum þegar kemur að umfjöllun um sýknudóma í kynferðisbrotamálum. Nýlega hafa fallið tveir héraðsdómar þar sem um var að ræða unglinga sem bæði meinta gerendur og þolendur brotanna. Ekki tókst að sanna í þessum tilvikum að ákærðu væru sekir um nauðgun eins og henni er lýst í almennum hegningarlögum, en ákært var fyrir brot gegn 194., 195., og 196. gr. almennra hegningarlaga í þessum málum.
Með því að ákærðu voru sýknaðir af nauðgun í þessum málum er fjarri því að verið sé að gefa til kynna að slík háttsemi sem lýst er í þessum málum sé góð og gild, það eina sem niðurstaðan segir til um er að ekki hafi tekist í þessum tilvikum að sanna að brotið hafi verið gegn tilteknum ákvæðum laga.
Allt annað mál er svo hvaða skoðun menn hafa á því athæfi sem lýst er í þessum dómsmálum en alveg ljóst að það er ekki hlutverk dómstólanna eða einstakra dómara að tjá skoðun sína á því.
_________________________________________________________________________
Meðfylgjandi er listi sem ég tók yfir sögu málsins og yfir dóma sem hafa fallið. Allt þetta efni er á Internetinu fyrir þá sem vilja kynna sér málið
Gangur Hótel sögu málsins
1) 17. mars Atburður verður
2) 18. mars Vitni B vinur X(meints geranda). yfirheyrður Upplýsir lögreglu um meintan geranda X
3) 18. mars Meintur gerandi X handtekinn
4) 19. mars X dæmdur í Héraðsdómi í gæsluvarðhald til 28 mars í ljós rannsóknarhagsmuna
5) 23. mars Hæstiréttur staðfestir úrskurð Héraðsdóms (JSG ekki dómari í þessu máli) Dómur nr 168/2007
6) 28. mars Framlenging gæsluvarðhalds til 9. maí nú vegna almannahagsmuna
7) 30. mars Hæstiréttur staðfestir úrskurð Héraðsdóms, JSG sératkvæði Dómur nr. 178/2007
8) 9. maí Héraðsdómur Gæsluvarðhald framlengdur til 20 júní
9) 11. maí Hæstiréttur staðfestir úrskurð Héraðsdóms JSG sératkvæði Dómur nr. 255/2007
10) 20. júní Héraðsdómur Framlenging gæsluvarðhalds eigi lengur en til 1. ágúst
11) 22. júní Hæstiréttur staðfestir úrskurð Héraðsdóms, JSG sératkvæði Dómur nr 328/2007
12) 5. júlí Dómur Héraðsdóms Ákærði sýknaðurAð mínu mati hafa bæði lögregla, dómstólar og fjölmiðlar algjörlega brugðist skyldu sinni í þessu máli. Um það mun ég fjalla síðar. Ég hvet fólk til að kynna sér málið áður en það fellir sína dóma.
Auk þess krefst ég þess að yfirvöld veita þessum unga dreng NÚ ÞEGAR þá áfallahjálp sem hann þarf á að halda eftir að hafa verið látin dúsa saklaus inn á Litla Hrauni innan um harðsvíraða glæpamenn í 4 mánuði Ungir 18 ára ungir drengir geta upplifað ótrúlegustu hrottaverk inn á slíkum stöðum.
Læt þetta nægja að sinni
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 13.7.2007 kl. 22:10 | Facebook
Eldri færslur
Færsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Kynlífsiðnaðurinn
- Sex work and Sexual Exploitation in the European Union
- The International Union of Sex Workers
- Backlash Bresk síða
Frjálslyndir Femínistar
- ifeminists.net
- FEMINISTS AGAINST CENSORSHIP Málfrelsis femínistar
Öfga femínizmi og kynjahatur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er mjög gott yfirlit yfir atburðarásina og gott innlegg í þessa umræðu sem virðist að mestu snúast um ómálefnalegar árásir á réttarkerfið. Skilningur "dómstóls götunar" á réttarkerfinu er byggður á fjölmiðlaumfjöllun sem í flestum tilvikum vilja bara sjá blóð til að selja, því miður.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 00:26
það má margt út á dómskerfið setja, en það er ekki hægt að setja út á það af fólki sem veit ekkert hvað það er að taka um eins og gert hefur verið hérna á blogginu af ótrúlega mikilli heimsku og fordómum.
Meðferðin á unga manninum í málinu sem þú skrifar um er með ólíkindum. Það væri gaman ef einhver gerði rannsókn á því hversu mikið nauðgunarkærum hefur fjölgað undanfarin ár og þá aðallega síðan ríkið fór að ábyrgjast miskabætur. Ljótt að segja þetta en ábyrgðin í kynferðislegum samskiptum fólks er eingöngu á karlmönnum. Ég er pirruð út í þetta af því ég þekki til ljótra mála því miður. Kannski ekki skrítið hvernig þetta er orðið þegar samtök eins og Stígamót hafa svona mikið vægi í umræðunni og beinlínis ala á þessum málum og hversu vondir karlmenn eru. Sagði ekki formaður Stígamóta að allir karlmenn væru nauðgarar? Veit að það er mikið af fagfólki sem finnst þetta slæm þróun.
Takk fyrir pistilinn og ég fylgist áfram með þínum skrifum.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 13.7.2007 kl. 22:00
Ég held líka að ofsinn sem greip fólk eftir að þetta mál fór í gang hafi verið að einhverju leiti það að það var greint frá því að ungi maðurinn væri af erlendu bergi brotinn. Rasistarnir urðu semsagt vitlausir.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 13.7.2007 kl. 22:03
Er búinn að skrifa heljarinnar pistil um þetta mál á minni síðu.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 14.7.2007 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.