Leita í fréttum mbl.is

Áfengi og önnur fíkniefni

 

Skv. grein í læknablaðinu Lancet  er áfengi í fimmta sæti yfir skaðlegustu fíkniefni á breska markaðnum. Ef menn vilja slaka á hömlum sem eru á fíkniefninu áfengi þá er eðlilegt að samhliða sé skoðuð löggjöf um önnur fíkniefni. Það getur ekki verið eðlilegt að alþingismenn séu að slaka á klónum varðandi sitt uppáhalds fíkniefni en herði svo jafnframt á klónum varðandi þau fíkniefni sem vísindamenn telja vera skaðminni svo sem Kannabisefni og E-töflur.

 Ég vil samt vara menn túlka greinina þannig að kannabisefni og E-töflur séu ekki skaðleg, því fer fjarri. Eingöngu er verið að vekja athygli á að áfengi og tóbak eru mjög hættuleg fíkniefni sem erfitt er að losna undan ef menn ánetjast þeim.

Það á líka við öll önnur efni í listanum að þau eru öll mjög hættuleg fyrir fólk sem er veikt fyrir .

Fíkn getur bæði verið áunnin eða meðfædd. Sumir einstaklingar fá óstjórnlega fíkn við við fyrstu inntöku hvort um sé að ræða LSD, áfengi, tóbak ,e-töflur eða annað sem talið er upp í þessum lista.

Ég er hef ekki töfralausnir á fíknefnavandanum en tel það vera tvískinnungur að vera stöðugt að auka refsingar á sölumönnum sumra tegunda fíkniefna á meðan ríkið sem er stærsti fíkniefnasalinn er er undanþegin refsingum. Menn mega ekki gleyma því að á bannárunum þá voru fangelsin full af vínsölumönnum og bruggurum en nú eru þau full af eiturlyfjasölum. Mér finnst sorglegt að menn telji að hægt sé að leysa félagsleg vandamál með hörðum refsingum og er talsmaður þess að aðrar leiðir séu notaðar.  Þar skipta forvarnir og takmörkun á aðgengi miklu máli.  Þetta á við öll fíkniefni og upphaldsfíkniefni alþingismanna eiga ekki að vera undanskilin. Það fullmikil hræsni og poppulismi fyrir minn smekk

Röðun fíkniefna eftir skaðsemi sbr. grein í læknablaðinu Lancet

1 Heroin
2 Cocaine
3 Barbiturates
4 Street methadone
5 Alcohol
6 Ketamine
7 Benzodiazepines
8 Amphetamine
9 Tobacco
10 Buprenorphine
11 Cannabis
12 Solvents
13 4-MTA
14 LSD
15 Methylphenidate
16 Anabolic steroids
17 GHB
18 Ecstasy
19 Alkyl nitrites
20 Khat

Dæmi um afleiðingar eiturlyfja:

Meth/ Crack =(kvikmynd)

Meth= Crack= Tina = Jaba=Methamphetamine =methylamphetamine=Crystal meth
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Góður pistill hjá þér og ég er sammála þínum málflutningi og þá sérstaklega varðandi refsigleðina. Finnst þetta dómskerfi ekki virka, enda gengur það út á refsingar og hefnd en ekki endurhæfingu og uppbyggingu.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 31.7.2007 kl. 20:58

2 Smámynd: Þarfagreinir

Góðir punktar hér. Það eru fyrst og fremst hefðirnar og félagslegi þátturinn sem valda því að eitt vímuefni er leyft, en annað bannað - ekki nein efnisleg rök. En einhverra hluta vegna virðist vera mjög mikil samstaða um hvað skuli leyfa og hvað skuli banna um allan heim, og því væri það mjög erfið ákvörðun að ákveða að fara á skjön við það. Þó hafa sum lönd slakað á með sum fíkniefni, svo sem Holland, og ekki er að sjá að það hafi skaðað þjóðfélagið gríðarlega.

Annars er ég líka sammála því að refsigleðin í þessum málum er stórfurðuleg, ekki síst í ljósi þess að refsingar fyrir alvarlegri brot sem valda öðrum miklum líkamlegum og/eða andlegum skaða eru oftar en ekki vægari. 

Þarfagreinir, 3.8.2007 kl. 12:25

3 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Það er nú skiptar skoðanir á því meðal Hollendinga hversu "góð" ákvörðun þetta var.

Páll Geir Bjarnason, 18.1.2008 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband