Leita í fréttum mbl.is

Skipbrot sænsku vændis-laganna

Skýrsla félagsmálayfirvalda (Socialstyrelsen)  í Svíþjóð er nýkominn út og hefur vakið mikla athygli bæði í Svíþjóð og víðar um heiminn.

Skýrslan nefnist "Kännedom om prostitution 2007"

Meginniðurstöður skýrslunnar eru að ekki sé hægt að sjá beint samband á milli sænsku vændislögjafarinnar og breytinga á umfangi vændis.  Ekki sé hægt að finna því stað að vændi hafi minnkað í Svíþjóð með tilkomu þessarar löggjafar  Götuvændið minnkaði eftir að að lögin voru sett en hefur nú vaxið á ný.

Áhrifin virðast aðallega hafa verið að vændið hefur flust í einhverjum mæli af götunni og undir yfirborðið og út á internetið.

Það sem er athyglisvert við skýrsluna er að hún virðist vera unnin á nokkuð vísindalegan hátt og í henni hafa skýrsluhöfundar ómakað sig við að tala við þá sem vinna í starfsgreininni og hlutstað á þeirra sjónamið.

Öll umræðan í Svíþjóð hefur verið á forsendum róttækra femínista sem neita að viðurkenna að fólk geti boðið kynlífsþjónustu til kaups að frjálsum og fúsum vilja. Femínistarnir telja sig vita betur en það fólk sem vinnur í atvinnugreininni og telja allt kynlíf gegn greiðslu sé  ávallt ofbeldi karla gegn konum.

Skýrslan afhjúpar að vændisumræðan hefur verið á rangri braut með því að einblína á að kaupandinn sé ávalt karlmaður og seljandinn kona.

Því fer víðs fjarri. Höfundar skýrslunnar kortleggja vændi á internetinu  í Svíþjóð. Niðurstaðan er að í hópnum sem þau könnuðu á internetinu eru 247 konur sem stunda vændi og 57 karlar. Þ.e. 1/5 af hópnum sem starfar við vændi eru karlar. Staðalímyndir róttækra femínista um vændi standast auðvitað ekki skoðun.

Skv skýrslunni (í lauslegri þýðingu) er þetta ansi fjölbreyttur hópur sem býður fram þjónustu sína:

Á þeim yfir 300 heimasíðum sem skoðaðar voru má greina þann markhóp sem þjónustunni er beint að.: Niðurstaðan er eftirfarandi

  •  Meirihlutinn beinir markaðssetningunni að körlum  
  • U.þ.b. 20 konur bjóða þjónustu sína til kvenna og karla.
  • U.þ.b.15  konur bjóða eingöngu konum þjónustu.. 
  • Um 10 konur bjóða þjónustu sína til bæði karla og para.
  • Nokkrar konur bjóða þjónustu sína til para og annarra kvenna. . 
  • Um 10 pör bjóða þjónustu sína  bæði körlum, konum og pörum. 
  • Um 10 karlar eru transsexual og stendur þjónusta þeirra eingöngu körlum til boða. 
  • Rúmlega 25 karlar bjóða þjónustu sína eingöngu til annarra karla, 
  • 10  karlar bjóða þjónustu sína konum, körlum og pörum. "

Þessa staðreyndir um fjölbreytileika mannlífs og kynlífs reyna rótækir femínistar alltaf að sniðganga þar sem það er í mótsögn við skilgreiningu þeirra að "vændi sé ofbeldi karla gegn konum". 

Ef menn vilja skoða þessi mál af fordómaleysi verða þeir að velja heimildir sínar kostgæfni. 

Svíar eru margir mjög stoltir af sinni "sænsku leið" og telja hana vera útflutningsvöru. Margt sem sagt hefur verið um þessa leið hefur ekki verið byggt á staðreyndum né byggt á vísindalegum grunni.

Auk þess ber að varast þær "rannsóknir" sem femínistasamtök og önnur áróðurs og hagsmunasamtök  hafa látið gera, þar sem þær eru yfirleitt gerðar í áróðurskyni og niðurstöðurnar oft óvísandalegar og því ekki marktækar. 

Með þessari óháðu vísindalegu skýrslu er mýtan um gagnsemi hinnar sænsku leiðar fallin.

 Vonandi fara menn og konur að átta sig á að einfaldar patentlausnir virka ekki til að stjórna hegðun fólk. Vonandi fær mannlífið  í sínum óteljandi litbrigðum að blómstra án  afskipta yfirvalda, bókstafstrúrarmanna og femínista sem vilja hafa vit fyrir fólki með góðu eða illu

Hjálpum þeim sem eru hjálpar þurfi. En leyfum þeim sem ekki þurfa, né vilja hjálp, að lifa sínu lífi í friði fyrir hræsnurum.

Nokkrir linkar:

"We know and they believe": Samtök starfsmanna í kynlífsþjónustu í Svíþjóð 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gleðileg jól og hafðu það sem allra best  3D Santa 





Margrét St Hafsteinsdóttir, 22.12.2007 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband