Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Fimmtudagur, 14. febrúar 2008
Ruglingslegur og jafnvel ranglega rökstuddur dómur héraðsdóms
Meðfylgjandi er það síðasta sem ég tjáði mig um málið:
"Ég er enn sem fyrr sámmála niðurstöðu dómsins en mér finnst rökstuðningurinn vera einstaklega ruglingslegur og jafnvel ranglega rökstuddur eins of Valgerður og þíð hafið bent á"
Hér að neðan er afrit af færslunni og linkur í grein Valgerðar:
Ágæt grein Valgerðar B. Eggertsdóttur laganema um málið.
Það sem mér finnst athyglisverðast í hennar túlkun á dómnum er eftirfarandi (áherslumerkingar eru mínar)
"Dómurinn gefur reyndar ekki upp hvort hann yfir höfuð byggi á frásögn stúlkunnar heldur segir hann aðeins að EF byggt væri á frásögn hennar þá myndi það jafnvel eitt og sér leiða til sýknu"
Síðan segir hún:
"Þetta hlýtur að vera röng niðurstaða. Það ofbeldi sem ákærði beitti til að þröngva stúlkunni til samræðis er ofbeldi í skilningi 1. mgr. 194. gr. samkvæmt túlkun hæstaréttar og fræðimanna enda beitti hann aflsmunum sínum til að ná fram samræðinu."
Hér er linkur í grein Valgerðar: http://www.vefritid.is/index.php/greinasafn/loglegt-ofbeldi/
Ég er sammála henni að EF dómurinn hefði eingöngu tekið tillit til framburðar stúlkunnar þá hefði verið hæpið að sýkna drenginn.
En eins og Valgerður bendir á þá er óljóst "hvort hann yfir höfuð byggi á frásögn stúlkunnar"
Eins og ég hef sagt áður þá var ég ósáttur við dómin vegna þess að dómurinn virtist eingöngu taka tillit til framburðar stúlkunar. En skv. Valgerði er ekki hægt að skilja dóminn með þeim hætti.
Væntanlega er dómurinn þá byggður bæði á framburði stúlkunar, drengsins og vitna þó að það komi ekki skýrt fram.
Skv. skilningi Valgerðar gæti því verið að dómurinn hafi raunverulega látið drenginn njóta "vafans og óvissunar um hvað raunverulega gerðist" eins og ég taldi eðlilegt
Ég er enn sem fyrr sámmála niðurstöðu dómsins en mér finnst rökstuðningurinn vera einstaklega ruglingslegur og dómurinn jafnvel ranglega rökstuddur eins of Valgerður og þíð hafið bent á.
Ályktun héraðsdóms stenst ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
Færsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Kynlífsiðnaðurinn
- Sex work and Sexual Exploitation in the European Union
- The International Union of Sex Workers
- Backlash Bresk síða
Frjálslyndir Femínistar
- ifeminists.net
- FEMINISTS AGAINST CENSORSHIP Málfrelsis femínistar
Öfga femínizmi og kynjahatur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar